Útskriftarhátíð skólans fór fram í Bíó Paradís föstudaginn 24. maí. Þá luku 98 nemendur námi við skólann af sjö mismunandi námsleiðum. 14 nemendur luku stúdentsprófi af listnámsbraut, 33 nemendur luku eins árs fornámi, sem er samsett úr völdum verklegum áföngum af listnámsbrautinni, 6 nemendur luku árs námi fyrir nemendur með próf af starfsbraut framhaldsskóla. 45 nemendur luku tveggja ára viðbótarnámi við framhaldsskóla, 9 luku námi í keramiki, 12 í málaralist, 17 í teikningu og 7 í textíl.
Skólinn kvaddi hópinn með virktum og að vanda fengu allir nemendur verðlaun, fjölnotapensil með merki skólans.
Margrét Lilja Álfgeirsdóttir flutti lagið Einhvern tímann einhversstaðar aftur eftir Magnús Eiríksson og hljómsveitin Grænn Ópal flutti lagið Creep eftir Radiohead. Berglind Rós Sigurðardóttir fráfarandi formaður nemendafélags skólans ávarpaði samkomuna fyrir hönd nemenda. Að athöfn lokinni fögnuðu nemendur og þeirra gestir með starfsfólki og kennurum á veitingastað bíósins áður en fólk hélt út í sumarið.
Starfsfólk og kennarar skólans óskar öllu þessu glæsilega unga fólki innilega til hamingju með áfangann!
Myndir frá útskriftarhátíðinni. Ljósmyndari: Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir.