11.03.24
Sýning á verkum nemenda á opnu húsi námskeiðaskólans

Sunnudaginn 17. mars milli kl. 14 og 17 verður opið hús í skólanum þar sem sýnd verða verk sem nemendur hafa unnið á námskeiðum barna og fullorðinna nú á vorönn.

Kennarar velja verk til sýningar í samráði við nemendur.

Allir eru velkomnir, nemendur jafnt sem aðstandendur, og munu 1. árs nemar á listnámsbraut selja gestum vöfflur og kaffi til styrktar útskriftarferð.


56314593 2362292040456702 8443390312155447296 O 2362292027123370