11.03.24
Kvikmynd nemenda valin á Stockfish hátíðina

Stuttmyndin „Svona er þetta bara“ eftir Björk Magnúsdóttur og Ask Benedikt Árnason Nielsen hefur verið valin til þátttöku á Stockfish-hátíðinni 2024 í flokknum Shortfish Experimental. Björk og Askur eru nemendur á listnámsbraut og gerðu myndina í vídeóáfanga hjá Lee Lorenzo Lynch. Við óskum Björk, Aski og Lee innilega til hamingju með heiðurinn!

Frett Stockfish2024