09.06.23
Útskriftarhátíð 2023

Útskriftarhátíð Myndlistaskólans í Reykjavík 2023 var haldin föstudaginn 26. maí í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Alls útskrifuðust 52 nemendur þennan dag. Sex luku eins árs myndlistarnámi fyrir fólk sem áður hefur lokið starfsbraut framhaldsskóla, þrjátíu og einn lauk eins árs fornámi og fimmtán luku stúdentsprófi af listnámsbraut skólans. Starfsfólk og kennarar skólans óskar öllu þessu glæsilega unga fólki innilega til hamingju með áfangann!

MIR utskrift nystudentar
MIR utskrift 06143
MIR utskrift 06546
MIR utskrift 06497