08.06.21
​Útskriftarhátíð Myndlistaskólans í Reykjavík

Útskriftarhátíð Myndlistaskólans í Reykjavík fór fram utandyra föstudaginn 28. maí í Grasagarðinum í Laugardalnum.

16 nýstúdentar útskrifuðust af tveggja ára listnámsbraut skólans. Það er með stærri nýstúdentahópum sem skólinn hefur útskrifað.

Tuttugu og átta nemendur luku eins árs fornámi sem samsett er úr völdum verklegum áföngum af listnámsbrautinni. Fornámið er sérstaklega miðað að þeim hópi sem hefur lokið framhaldsskóla en stefnir á listnám á háskólastigi og þarf að bæta við sig þekkingu í undirstöðuatriðum sjónlista.

Sex manns luku eins árs myndlistarnámi sem ætlað er nemendum sem lokið hafa starfsbraut framhaldsskólans. Markmiðið með því er að gefa nemendum tækifæri til að skapa sér starfsvettvang á sviði listsköpunar, á eigin spýtur eða með stuðningi.

Að lokum útskrifuðust þrír nemendur af tveggja ára keramikbraut. Það eru talsverðar sveiflur í hópastærð milli ára en þetta árið var útskriftarhópurinn tiltölulega lítill.

Útskriftarnemendur fengu allir sóttvarnargrímu að gjöf frá skólanum sem minningarvott um að hafa sinnt námi við grímuskyldu allt skólaárið.

Minnimynd Grimur