05.02.21
Nemendur í fornámi taka þátt í Vetrarhátíð

Nemendur í fornámi taka þátt í Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar núna yfir helgina með sýningunni Hóf.

Hóf er margmiðla sýning haldin í galleríi King og Bong, Laugarvegi 33B, og á Bankastræti 6 þar sem stutt kynning er á viðburðinum. Gjörningurinn styðst við hinu ýmsu listrænu miðla með það að leiðarljósi að skapa sjónræna upplifun. Sýningin á sér stað innan veggja Laugarvegs 33B frá en áhorfendur fá að njóta útgeislunarinnar að utan.

Umsjónarmaður verkefnisins er: Lee Lorenzo Lynch.

Sýnendur eru: Anna Ólöf Jansdóttir, Ása Diljá Pétursdóttir, Ásthildur Ómarsdóttir, Cristina Ísabel Agueda, Emil Gunnarsson, Gabríel Backman Waltersson, Joana Íngride Silva Ducamp, Katla Björk Gunnarsdóttir, Lára Kristín Óskarsdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir, Tómas van Oosterhout, Ævar Uggason.

Nánari upplýsingar um Hóf má finna hér. Þá er hægt er að kynna sér alla dagskránna og viðburði sem verða í boði á heimasíðu Vetrarhátíðar. Vegna sóttvarnaráðstafanna verður hátíðin með breyttu sniði í ár. Lögð verður áhersla á list í almannarými, útilistaverk, menningarmerkingar og ljóslistaverk.

Hof Logo Lightsfest