18.03.21
Nemendur á listnámsbraut halda ljósmyndasýningu 26.-29. mars næstkomandi

Nemendur á listnámsbraut halda ljósmyndasýningu 26.-29. mars næstkomandi í FLÆÐI við Vesturgötu 17.

Á sýningunni Ljóshraði verða sýnd verk sem unnin voru í verkstæðisáfanga um svart/hvíta ljósmyndun.

Verkin á sýningunni byggja á einföldum grunnþáttum hliðrænnar ljósmyndunartækni þar sem margþættir möguleikar miðilsins hafa verið kannaðir með tilraunastarfsemi og leik að leiðarljósi. Nemendur smíðuðu til að mynda sínar eigin Pinhole myndavélar ásamt því að gera ýmsar tilraunir í myrkrarherberginu.

Leiðbeinandi er ljósmyndarinn Adrian Crawley.

Sýnendur:

Blanca L Castaneda Bjarnarson, Daníel Andri Cabrera, Embla María Arnarsdóttir, Fanný Ösp Hjálmarsdóttir, Guðlín Theódórsdóttir, Kara Lind Johnsdóttir, María Zahida Uz-Zaman, Matthías Löve, Melkorka Milla Stefánsdóttir, Sif Stefánsdóttir og Sóley Lúsía Jónsdóttir.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.

Ljosmyndasyning