14.05.21
Keramik og textílbrautir skólans sýna á Hönnunarmars í Hannesarholti

Nemendur keramik- og textílbrauta taka þátt í Hönnunarmars í ár með samsýningunni Samlegð // Synergy í samstarfi við Hannesarholt.

Á sýningunni sem opnar þriðjudaginn næstkomandi verður m.a. sýnd diskasett sem nemendur keramikbrautar hafa hannað og framleitt fyrir veitingastað Hannesarholts - sérgert fyrir rétti af matseðli hússins. Textílbraut skólans sýnir þá safn af mynstrum sem öll eru innblásin af Hannesarholti og sýna fjölbreytta nálgun á mynsturgerð og notkun þeirra. Verk nemanda frá báðum brautum verða nýtt í starfsemi hússins og miðlað á fjölbreyttan hátt á þessari samsýningu. Hægt verður að upplifa verk nemenda allt frá hugmynd, yfir í ferli og sem fullunna vöru í notkun.

Beint streymi verður úr eldhúsi Hannesarholts, þar sem kokkar hússins framleiða matvæli úr íslensku hráefni sem flokkast sem rusl en Hannesarholt leitast ætíð eftir því að lágmarka framleiðslu á rusli og lágmarka kolefnisspor matardisksins.

Nánari upplýsingar um viðburðinn og opnunartíma má finna hér.

Við hvetjum fólk til þess að gera sér ferð á þessa skemmtilegu sýningu!

1