04.06.21
Isabel Anne Fisk Baruque, útskriftarnemi af keramikbraut, fór í starfsnám til Danmörkur á vegum Erasmus+

Vorið 2020 útskrifaðist Isabel Anne Fisk Baruque af keramikbraut skólans og í framhaldi fór hún í ellefu mánaða starfsnám til Danmörku á vegum Erasmus+. Hún byrjaði á þriggja mánaðar dvöl hjá alþjóðlegu keramikrannsóknarmiðstöðinni í Guldagergaard og fór þaðan í átta mánaða starfsnám hjá danska leirlistamanninum Christian Bruun. Samhliða starfsnáminu hefur Isabel lagt stund á nám í dönsku en það er hluti af Erasmus+ verkefninu. Þetta hefur Isabel að segja um starfsnámið:

„Undanfarna 11 mánuði hef ég fengið tækifæri til að sökkva mér alveg í heim danska keramiksins. Starfsnámið byrjaði í Guldagergaard alþjóðlegu keramikrannsóknarmiðstöðinni þar sem ég starfaði sem aðstoðarmaður og tók einnig þátt í viðarbrennslum og þróaði mín eigin verk. Ég hitti yndislegan hóp alþjóðlegra leirlistamanna og upplifði töfra miðstöðvarinnar í frábæru andrúmslofti sköpunar og skemmtunar.

Að því loknu hóf ég 8 mánaðar starfsnám hjá leirlistamanninum Christian Bruun í Kaupmannahöfn. Þar var áhersla á að reka keramikverkstæði og var starf mitt ákaflega fjölbreytt og er það ómetanlegt. Sem leiðbeinandi hefur Christian hjálpað mér að þróa margvíslega færni. Starfsnámið gekk það vel að ég mun dvelja áfram á vinnustofu Christian sem aðstoðarmaður og mun kenna á námskeiðum í leirrennslu.

Ég hef einnig tekið við tveimur öðrum kennarastöðum í Kaupmannahöfn þar sem ég mun kenna byrjendanámskeið í leirrennslu.

Að dvelja í tæpt ári í Danmörku með Erasmus+ hefur gefið mér tíma og rúm til að aðlagast keramiksamfélaginu, styrkja tengslanetið og skapa mér stað. Ég vona að ég verði í Kaupmannahöfn um fyrirsjáanlega framtíð við kennslu og að vinna að mínum eigin verkefnum.“

8  Opening Kiln Gg