Grunnnámskeið í vefnaði

Viltu endurheimta tengsl þín við núið og hverfa aftur í tímann um leið? Grunnnámskeið í vefnaði er verklegt námskeið fyrir 16 ára og eldri. Þátttakendur vefa voð að eigin vali og komast þannig í kynni við töfraheim vefnaðar. Hver nemandi fær úthlutaðan vefstól og vinnur að einstaklingsmiðuðu verkefni sem skipulagt er í samráði við kennara, með áherslu á að framkvæmd verkefnisins sé raunhæf innan tímaramma námskeiðsins. Áhersla er lögð á að nemendur vinni frjálst út frá eigin áhugasviði og þar af leiðandi eru prufugerðir og tilraunastarfsemi metið til jafns við afmörkuð verkefni.

Í upphafi fá nemendur stutta kynningu á bindifræði, hvernig lesa eigi uppskriftir, fylgja leiðbeiningum og áætla garnmagn fyrir uppistöðu í vefnað. Nemendur setja sjálfir upp í vefstólinn undir handleiðslu kennara. Þá fá þeir stutta kynningu á helstu vefnaðaraðferðum og velja sér aðferð og bindimunstur til þess að nýta í verkefnin framundan. Nemendur munu hafa aðgang að vefstólnum á hefðbundnum skrifstofutíma á tímabili námskeiðsins.

Kennari: Thelma Kristín Stefánsdóttir. Kennsla fer fram yfir fjögurra vikna tímabil: 04.06-27.06. Námskeiðið er kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:45-21:00 í átta skipti alls. ATH. Kennslan fer fram á íslensku. Námslok miðast við 80% mætingu. Verð: 98.000 kr.

Efniskaup: Hver og einn nemandi mun hafa aðgang að eigin vefstól yfir námskeiðistímabilið en nemendur þurfa sjálfir að útvega efni í vefnaðinn. Þó verður eitthvað efni á staðnum og því ekki nauðsynlegt að útvega frekara efni fyrr en eftir fyrsta tíma námskeiðsins.
Hámarksfjöldi nemenda: 7
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
IMG 8020

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0603 3. júní, 2024 – 27. júní, 2024 3. júní, 2024 27. júní, 2024 17:45-21:00 Thelma Kristín Stefánsdóttir 98.000 kr.