Málaralist: Vinnustofa

Vinnustofan er ætluð nemendum með töluverða reynslu af málaralistinni sem geta eða vilja vinna sjálfstætt í listsköpun sinni en jafnframt eiga þess kost að leita leiðsagnar. Fyrir þá sem vilja eru verkefni en þó það opin að hægt er að leysa þau á eigin hátt. Viðvera kennara er jafnframt áætluð 50% af tímunum. Fjallað um tæknileg atriði s.s. liti og í blöndunarefni, grunna og fleira. Inn í kennsluna verða fléttuð dæmi og fróðleikur úr listasögunni eftir því sem við á.

Vinnustofan er 12 vikur.

Frídagar: Vinnustofan verður ekki haldin á föstudögum
* 20. febrúar vegna vetrafrís
* 3. apríl vegna Páskafrís
Efniskaup: Nemendur koma með þau efni og áhöld sem þeir eiga og eru vanir að nota. Frekari efniskaup í samráði við kennara.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Vetrafrí skólans og Páskafrí 2026:

Vetrarfrí er frá og með 19. febrúar til og með 21. febrúar.

Páskafrí er frá og með 30. mars til og með 6. apríl.

Img 3324

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
VS0123 23. janúar, 2026 – 24. apríl, 2026 Föstudagur 23. janúar, 2026 24. apríl, 2026 Föstudagur 17:45-21:00 Kristinn G. Harðarson 80.500 kr.