Námskeið í spuna með áherslu á núvitund. Að spinna ull við rokk er róandi og taktföst iðja.
Á þessu námskeiði verður kennd grunntækni í að kemba og spinna ull, og mun hver og einn nemandi sitja við rokkinn og finna sinn takt í spunanum. Þótt tæknileg færni sé þjálfuð verða flæði og íhugun í forgrunni.
Námskeiðið er 6 vikur.