Vefnaður er verklegt námskeið þar sem nemendur fá tækifæri til þess að kynnast möguleikum vefnaðar. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þá þekkingu og færni sem þarf til þess að setja upp í vefstól og vefa eftir ýmsum aðferðum.
Í upphafi námskeiðsins verður farið yfir bindifræði, hvernig á að lesa uppskriftir, fara eftir leiðbeiningum og áætla garnmagn fyrir uppistöðu í vefnaði. Nemendur setja síðan sjálfir upp í vefstól, undir handleiðslu kennara og í framhaldi af því fá þeir tækifæri til þess að spreyta sig á hinum ýmsu aðferðum sem miðillinn hefur uppá að bjóða.
Námskeiðið er 10 vikur.