Vefnaður

Vefnaður er verklegt námskeið þar sem nemendur fá tækifæri til þess að kynnast möguleikum vefnaðar. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þá þekkingu og færni sem þarf til þess að setja upp í vefstól og vefa eftir ýmsum aðferðum.

Í upphafi námskeiðsins verður farið yfir bindifræði, hvernig á að lesa uppskriftir, fara eftir leiðbeiningum og áætla garnmagn fyrir uppistöðu í vefnaði. Nemendur setja síðan sjálfir upp í vefstól, undir handleiðslu kennara og í framhaldi af því fá þeir tækifæri til þess að spreyta sig á hinum ýmsu aðferðum sem miðillinn hefur uppá að bjóða.

Námskeiðið er 10 vikur.

Frídagar: Ekki verður kennt þriðjudaginn 31. mars vegna Páskafrís.
Efniskaup: Hver og einn nemandi mun hafa aðgang að eigin vefstól yfir námskeiðistímabilið. Nokkuð úrval er af garni á staðnum, en gott er að gera ráð fyrir að koma einnig með eigið garn þegar líður á námskeiðið. Nemendur eru eindregið hvattir til þess að nýta eigin garnafganga ef þeir eiga slíka.
Hámarksfjöldi nemenda: 6
Kennslustundir: 43
Einingar: 2
Páskafrí 2026:

Páskafrí er frá og með 30. mars til og með 6. apríl og engin kennsla fer fram þá daga.

V11 Textíldeild Ljósmyndari Vigfús Birgisson Textíll Vefstóll 28

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0203 3. febrúar, 2026 – 14. apríl, 2026 Þriðjudagur 3. febrúar, 2026 14. apríl, 2026 Þriðjudagur 17:45-21:00 Thelma Kristín Stefánsdóttir 120.000 kr.