Risoprent

Á námskeiðinu munu þátttakendur læra prenttækni sem kallast risoprent, sem er á milli þess að vera hliðræn og stafræn. Þessi prenttækni hefur verið vinsæl meðal hönnuða og myndlistarmanna síðastliðin ár en hún á uppruna sinn á áttunda áratug síðustu aldar. Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að kanna ólíka möguleika þessarar prenttækni með aðstoð leiðbeinanda.

Starfandi hönnuðir og myndlistarmenn eru sérstaklega hvattir til að sækja námskeiðið, sem þó er opið öllum, bæði byrjendum og lengra komnum.

Námskeiðið verður kennt:

  • laugardag 14. febrúar kl. 09:00 -12:15
  • sunnudag 15. febrúar kl. 09:00 -12:15

Kennslan fer fram á ensku.

Ljósmyndin er af prentverki eftir kennara námskeiðsins, Jösu Böku, og er í eigu listamannsins.

Efniskaup: Skólinn mun útvega pappír. Ef um séróskir á pappír er að ræða, er ætlast til þess að þátttakendur útvegi hann sjálfir. Skrifstofa skólans mun senda sérstök gjöld til þátttakenda sem nota fleiri en þrjá mastera á námskeiðinu.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Jasabaka riso

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0214 14. febrúar, 2026 – 15. febrúar, 2026 14. febrúar, 2026 15. febrúar, 2026 09:00-12:15 Jasa Baka 38.000 kr.