Á námskeiðinu læra nemendur grundvallaratriði myndvefnaðar í ramma. Kenndar verða aðferðir við að vefa mynd eftir teikningu og gerð ólíkra áferða, tvöfaldann vefnað og samandregna uppistöðu (pulled warp). Nemendur geta tekið verkefni með sér heim milli kennslustunda og eru hvött til að vinna að þeim milli tíma.
Myndvefnaður í ramma er góð leið til að kynnast vefnaði í gegnum einfalda tæknikennslu og tilraunamennsku.
Námskeiðið er 4 vikur.