Grafík: Töfraheimur prentsins

Kynntar verða ýmsar aðferðir grafíklistarinnar, þar á meðal dúkrista, þurrnálarista og einþrykk. Ferlið og prentpressan mun leiða verkin áfram þar sem unnið verður jafnt og þétt að mörgum verkum.

Þátttakendur eru hvattir til þess að gera tilraunir og fá þannig að kynnast töfrum og fjölbreytileika prentsins!

Námskeiðið er 4 vikur.

Efniskaup: Mælt er með að nemendur komi með hlífðarföt til að nota í tímunum, t.d svuntu eða skyrtu. Pennaveski með helstu áhöldum, skissubók og reglustriku, 30 cm. Hægt er að kaupa góðar skissubækur á skrifstofu skólans á vægu verði. Annað efni er innifalið í námskeiði. Ef nemendur vilja skera dúka heima er mælt með að þeir kaupi sín eigin hnífasett.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Grafik HB 1

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0408 8. apríl, 2026 – 29. apríl, 2026 Miðvikudagur 8. apríl, 2026 29. apríl, 2026 Miðvikudagur 17:45-21:00 Tóta Kolbeinsdóttir 47.000 kr.