Kynntar verða ýmsar aðferðir grafíklistarinnar, þar á meðal dúkrista, þurrnálarista og einþrykk. Ferlið og prentpressan mun leiða verkin áfram þar sem unnið verður jafnt og þétt að mörgum verkum.
Þátttakendur eru hvattir til þess að gera tilraunir og fá þannig að kynnast töfrum og fjölbreytileika prentsins!
Námskeiðið er 4 vikur.