Vatnslitir: borgarlíf

Markmið námskeiðsins er að kenna helstu grundvallaratriði vatnslitamálunar og teikningar.

Áhersla er lögð á borgar- og bæjarmyndir. Hús, bílar, götur, fólk, tré, himinn, en einnig vatn, bátar og speglun. Nemendur fá leiðsögn í uppbyggingu myndar, litavali og mismunandi tækni í vatnslitum í gegnum sýnikennslu og verklega vinnu.

Námskeiðið er 6 vikur.

Frídagar: Ekki verður kennt á föstudaginn 3. apríl vegna Páskafrís.
Efniskaup: Nemendur fá vatnslitapappír í fyrstu tveimur tímum námskeiðsins en þeim síðan gert að kaupa pappír í samráði við kennara. Nemendur koma með eigin liti og er mikilvægt að þeir séu frá viðurkenndum merkjum.

Mjög gott er að eiga marðarhárspensil nr. 8-14, Kolinski Sable þar sem þeir halda miklu vatni/lit í sér. Annars má nota vatnslitapensla úr gerfiefnum sem kosta ekki jafn mikið. Ráðlagt er að eiga allavega tvo pensla (nr. 6 og nr. 12) og passa að þeir endi í oddi en ekki flatir. Fleiri penslastærðir er gott að hafa en ekki nauðsynlegt.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Páskafrí 2026:

Páskafrí er frá og með 30. mars til og með 6. apríl.

IMG 7806

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0306 6. mars, 2026 – 17. apríl, 2026 Föstudagur 6. mars, 2026 17. apríl, 2026 Föstudagur 17:45-21:00 Óskar Thorarensen 70.500 kr.