Markmið námskeiðsins er að kenna helstu grundvallaratriði vatnslitamálunar og teikningar.
Áhersla er lögð á borgar- og bæjarmyndir. Hús, bílar, götur, fólk, tré, himinn, en einnig vatn, bátar og speglun. Nemendur fá leiðsögn í uppbyggingu myndar, litavali og mismunandi tækni í vatnslitum í gegnum sýnikennslu og verklega vinnu.
Námskeiðið er 6 vikur.