Vatnslitir: borgarlíf

Markmið námskeiðsins er að kenna helstu grundvallaratriði vatnslitamálunar og teikningar.

Áhersla er lögð á borgar- og bæjarmyndir. Hús, bílar, götur, fólk, tré, himinn, en einnig vatn, bátar og speglun. Nemendur fá leiðsögn í uppbyggingu myndar, litavali og mismunandi tækni í vatnslitum í gegnum sýnikennslu og verklega vinnu.

Námskeiðið er 6 vikur.

Frídagar: Ekki verður kennt á föstudaginn 3. apríl vegna Páskafrís.
Efniskaup: Nemendur fá vatnslitapappír í fyrstu tveimur tímum námskeiðsins en þeim síðan gert að kaupa pappír í samráði við kennara. Nemendur koma með eigin liti og er mikilvægt að þeir séu frá viðurkenndum merkjum.

Mjög gott er að eiga marðarhárspensil nr. 8-14, Kolinski Sable þar sem þeir halda miklu vatni/lit í sér. Annars má nota vatnslitapensla úr gerfiefnum sem kosta ekki jafn mikið. Ráðlagt er að eiga allavega tvo pensla (nr. 6 og nr. 12) og passa að þeir endi í oddi en ekki flatir. Fleiri penslastærðir er gott að hafa en ekki nauðsynlegt.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Páskafrí 2026:

Páskafrí er frá og með 30. mars til og með 6. apríl.

Ætlar að nota frístundastyrk?

ATH. Námskeiðið er of stutt til að uppfylla skilyrði frístundastyrks fyrir 18 ára og yngri.

Flatey

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0306 6. mars, 2026 – 17. apríl, 2026 Föstudagur 6. mars, 2026 17. apríl, 2026 Föstudagur 17:45-21:00 Óskar Thorarensen 70.500 kr.