Á námskeiðinu vinna nemendur með málningu og klipp á skapandi hátt. Unnið er með gouache, vatnsliti og blek með áherslu á tilraunir með lit, áferð og samsetningar klippimynda úr ýmsum efnivið. Nemendur mega koma með eigin efnivið að heiman til að gefa verkunum persónulegan blæ.
Einnig verður fjallað um ólík vinnuferli og aðferðir listamanna sem vinna á svipaðan hátt til að víkka sjóndeildarhringinn og efla skilning á skapandi ferli, efnisnotkun og myndrænni tjáningu.Námskeiðið er 6 vikur.