Módelteikning

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á grunnþætti módelteikningar: hlutföll, línu og form; sem og tengingu þessara grunnþátta við efni og tækni. Nemendur þjálfast í notkun á blýanti, kolum, bleki og fleiru. Sýnd verða dæmi úr listasögunni og úr myndskreyttum bókum.

Módeli verður stillt upp í mislangan tíma en það ræðst aðallega af efnisnotkun hverju sinni. Bæði verða teiknaðar lengri stöður og hraðskissur. Glímt er við hreyfingu í sumum verkefnum og birta og skuggi verða síðan í forgrunni teikningarinnar í öðrum verkefnum.

Kennslan er persónubundin og tekur mið af hæfni og þörfum hvers nemenda.

2 námskeið í boði og er hvert 6 vikur.

Frídagar: ATH. Hópur 0304 – Ekki verður kennt miðvikudaginn 1. apríl vegna Páskafrís.
Efniskaup: Blýantar í mýktum 2H, HB, 2B, 4B og 6B og hnoðleður og strokleður.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Páskafrí 2026:

Páskafrí er frá og með 30. mars til og með 6. apríl.

Ætlar að nota frístundastyrk?

ATH. Námskeið er of stutt til að uppfylla skilyrði frístundastyrks fyrir 18 ára og yngri.

MIR Evening Class 32

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0121 21. janúar, 2026 – 25. febrúar, 2026 Miðvikudagur 21. janúar, 2026 25. febrúar, 2026 Miðvikudagur 17:45-21:00 Halldór Baldursson 75.700 kr.
N0304 4. mars, 2026 – 15. apríl, 2026 Miðvikudagur 4. mars, 2026 15. apríl, 2026 Miðvikudagur 17:45-21:00 Halldór Baldursson 75.700 kr.