Ferilmöppugerð

Kynntar eru ýmsar aðferðir við að búa til ferilmöppu á rafrænu formi. Kennt er á tölvuforritin InDesign og Photoshop þar sem lögð er áhersla á að nemendur öðlist færni í að setja upp myndir og texta í tölvu.

Farið er í allar helstu aðferðir við myndvinnslu og uppsetningu á myndum og texta sem nýtist við möppugerð. Einnig er kennt hvernig undirbúa á rafrænt skjal til útprentunar.

Á námskeiðinu er farið yfir öll undirstöðuatriði við gerð ferilmöppu, þar á meðal hvað helst skuli hafa í huga við val á efni í ferilmöppu, hver aðalatriðin séu og hvernig þau eru dregin fram. Nemendur koma með myndir af verkum til að setja upp í möppuna. Áhersla er lögð á að nemendur nái að útbúa heildstæða og persónulega möppu sem endurspeglar styrk og listræna sýn nemandans.


6 vikna námskeið.

Frídagar: Ekki verður kennt fimmtudaginn 2. apríl vegna Páskafrís.
Efniskaup: Tekið skal fram að ekki er eiginlegt tölvuver í skólanum en nemendur munu þar af leiðandi vinna í fartölvum, sínum eigin eða fartölvum í eigu skólans. Ef nemendur eiga fartölvur með forritunum InDesign og Photoshop eru þeir hvattir til að hafa þær með sér á námskeiðið.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Páskafrí 2026:

Páskafrí er frá og með 30. mars til og með 6. apríl.

Img 6475

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0226 26. febrúar, 2026 – 9. apríl, 2026 Fimmtudagur 26. febrúar, 2026 9. apríl, 2026 Fimmtudagur 17:45-21:00 Magnús Valur Pálsson og Sigrún Hrólfsdóttir 70.700 kr.