Grunnþættir málunar

Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði málunar með olíulitum. Nemendur verða kynntir fyrir ólíkum þáttum málunar, svo sem litafræði og myndbyggingu; landslagsmálverki, portrettmyndum, kyrralífi og abstrakt. Þeim verður kennt að meðhöndla íblöndunarefni, olíuliti og pensla. Auk þess verklega verða kynningar með dæmum úr listasögunni.


Þó svo að um grunnnámskeið í olíumálun sé að ræða getur námskeiðið sannarlega gagnast lengra komnum. Þau verkefni sem lögð verða fyrir eru opin í annan endann og kennslan einstaklingsmiðuð.

2 námskeið í boði og er hvert 6 vikur.

Frídagar: ATH. Hópur 0302 – Ekki verður kennt miðvikudaginn 1. apríl vegna Páskafrís.
Efniskaup: Nemendur skulu koma með það efni sem þeir eiga ef við á en frekari efniskaup verða gerð í samráði við kennara. Málunarpappír og íblöndunarefni eru innifalin í námskeiðisgjaldi.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Páskafrí 2026:

Páskafrí er frá og með 30. mars til og með 6. apríl.

Ætlar að nota frístundastyrk?

ATH. Námskeið er of stutt til að uppfylla skilyrði frístundastyrks fyrir 18 ára og yngri.

Mynd 2

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0119 19. janúar, 2026 – 23. febrúar, 2026 Mánudagur 19. janúar, 2026 23. febrúar, 2026 Mánudagur 17:45-21:00 Kristinn G. Harðarson 70.700 kr.
N0302 2. mars, 2026 – 20. apríl, 2026 Mánudagur 2. mars, 2026 20. apríl, 2026 Mánudagur 17:45-21:00 Kristinn G. Harðarson 70.700 kr.