Leirrennsla

Á námskeiðinu er kennt á rafknúinn rennibekk. Áhersla er lögð á verkþjálfun en námið fer einnig fram með sýnikennslu. Hver nemandi fær rennibekk til afnota. Nemendur kynnast heildstæðu ferli þar sem farið er í forvinnu, samsetningar á renndum hlutum og afrennslu. Noktun glerunga verður kynnt fyrir nemendum og þeim leiðbeint um hvaða glerungar henti renndum hlutum best.

Við leggjum okkar fram við að skapa stemningu eins og um keramikverkstæði úti í bæ væri að ræða þar sem hver og einn nemandi vinnur að skipulögðum verkefnum í samráði við kennara. Lagt er upp úr því að nemendur fái tilfinningu fyrir leir sem efnivið og finni fyrir framförum á námskeiðistímanum.

Námskeiðið er 5 vikur eða 10 skipti, tvisvar í viku, á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Kennslan fer fram á ensku.

Efniskaup: Allt leirefni er innifalið í námskeiðisgjaldi. Verkfæri verða til láns á staðnum en nemendum er jafnframt frjálst að koma með eigin verkfæri.
Hámarksfjöldi nemenda: 11
Kennslustundir: 43
Einingar: 2
Ætlar að nota frístundastyrk?

ATH. Námskeiðið er of stutt til að uppfylla skilyrði frístundastyrks fyrir 18 ára og yngri.

MIR Evening Class 52 1

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0119 19. janúar, 2026 – 18. febrúar, 2026 19. janúar, 2026 18. febrúar, 2026 17:45-21:00 Martina Priehodová 120.000 kr.