Teikning: Kynstur

Á námskeiðinu er lögð áhersla á myndbyggingu og marglaga teikningu. Nemendur eru hvattir til að skeyta saman myndefni úr ólíkum áttum og leika sér með hlutföll og áherslur. Lagt er upp úr því að hver og einn nemandi finni eigin rödd í teikningu og móti hana áfram með aðstoð kennara, sem leggur fyrir fjölbreytt verkefni á námskeiðinu.

Hverjum og einum nemanda er mætt á eigin forsendum en gert er ráð fyrir grunnfærni í teikningu eða því sem nemur að hafa sótt námskeiðin Grunnþættir teikningar og/eða Teikning: Kyrralíf eða samskonar grunnnámskeið í teikningu.

Námskeiðið er 6 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

Ljósmynd er af teikningu Vilhjálms Yngva Hjálmarssonar. Verkið var hluti af sýningu hans Snúningshraði (2023) í Kling og Bang.

Efniskaup: Blýantar í mýktum 2H, HB, 2B, 4B og 6B auk strokleðurs og hnoðleðurs.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Undanfari:

Hafa lokið Grunnþáttum teikningar eða Teikning: Kyrralíf eða sambærilegu grunnnámskeiði í teikningu.

Villi croppud

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N1028 28. október, 2025 – 2. desember, 2025 Þriðjudagur 28. október, 2025 2. desember, 2025 Þriðjudagur 17:45-21:00 Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson 67.500 kr.