Framköllun í skammdeginu

Á námskeiðinu Framköllun í skammdeginu munu þátttakendur framkalla átekna svarthvíta filmu og stækka myndirnar á pappír. Námskeiðið er sérstaklega ætlað byrjendum og þeim sem telja sig geta haft gott af upprifjun. Markmiðið er að í lok námskeiðsins verði nemendur komnir með ágætis tilfinningu fyrir því ferli sem felst í framköllun ljósmynda.

Efniskaup: Nemendur koma með átekna filmu í fyrsta tíma námskeiðsins. ATH. Filman þarf að vera svarthvít í grunninn. Þess fyrir utan er allt efni sem þarf til þátttöku á námskeiðinu innifalið í námskeiðisgjaldi.
Hámarksfjöldi nemenda: 8
IMG 8235

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N1106 6. nóvember, 2025 – 27. nóvember, 2025 Fimmtudagur 6. nóvember, 2025 27. nóvember, 2025 Fimmtudagur 17:45-21:00 Berglind Erna Tryggvadóttir 67.500 kr.