Á námskeiðinu Framköllun í skammdeginu munu þátttakendur framkalla átekna svarthvíta filmu og stækka myndirnar á pappír. Námskeiðið er sérstaklega ætlað byrjendum og þeim sem telja sig geta haft gott af upprifjun. Markmiðið er að í lok námskeiðsins verði nemendur komnir með ágætis tilfinningu fyrir því ferli sem felst í framköllun ljósmynda.