Vélprjóni

Á þessu inngangsnámskeiði að einborða prjónavél munu nemendur læra að fitja upp á og fella af svo og tvær ólíkar aðferðir við mynsturgerð. Fyrst um sinn verður afgangsgarn nýtt til að fá tilfinningu fyrir aðferðinni og gera prufur. Því næst munu nemendur hefjast handa við að vinna að einu stykki sem þeir munu gera frá grunni með aðstoð kennara, svo sem slæðu með mynstri.

Námskeiðið verður 30. október til 3. nóvember, alls fjögur skipti:

  • fimmtudagur 30. október kl. 17:45-21:00
  • föstudagur 31. október kl. 17:45-21:00
  • laugardagur 1. nóvember kl. 10:30-15:00
  • mánudagur 3. nóvember kl. 17:45-21:00.
Efniskaup: Afgangsgarn verður nýtt í fyrsta tímanum og nemendur eru hvattir til að hafa slíkt með sér ef við á. Eftir fyrsta tímann er nemendum gert að útvega eigið efni. Þeir geta gert það í samráði við kennara námskeiðsins.
Hámarksfjöldi nemenda: 9
Velprjon

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N1030 30. október, 2025 – 3. nóvember, 2025 30. október, 2025 3. nóvember, 2025 Álfrún Pálmadóttir 55.000 kr.