Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist möguleikum pappamassa sem skúlptúrefnis. Efniviðurinn er skoðaður og prófaður út frá mismunandi tækni. Nemendur búa sjálfir til pappamassa með mismunandi tegundum af pappír og lími. Kennari er Auður Lóa Guðnadóttir.
Auður Lóa hefur á síðastliðnum árum fest sig í sessi sem helsti pappamassalistamaður Reykjavíkur með einkennandi verkum sínum.
Mynd: Ljósmynd af verki eftir Auði Lóu. Með leyfi listamannsins.