Listasaga: Kanónur

Fjallað verður um helstu strauma og stefnur í alþjóðlegri listasögu frá endurreisn til nútímalistar og íslenska listasögu frá frumherjum 20. aldar til hugmyndalistar, eða fæðingar samtímalistar. Í alþjóðlega hlutanum verður farið yfir breyttar fagurfræðilegar áherslur, breytingar í efnistökum og inntaki listamanna og ólíkar leiðir út frá trúarlegum gildum. Í íslenska hlutanum fer fyrirlesari sérstaklega yfir list í almenningsrými og rýnir í útilistaverk á Íslandi.

Efniskaup: Nemendur eru hvattir til að hafa með sér stíla- og/eða skissubók ásamt skriffærum en það er valkvætt. Ekki verða lögð fyrir verkefni á námskeiðinu.
Hámarksfjöldi nemenda: 25
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Listasaga

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N1029 29. október, 2025 – 3. desember, 2025 Miðvikudagur 29. október, 2025 3. desember, 2025 Miðvikudagur 00:45-20:00 Jón Bergmann Kjartansson Ransu 67.500 kr.