Myndlýsingar

Námskeiðið miðar að því að nemendur styrkist í færni sinni og sjái möguleika í myndlýsingu ólíkra texta. Í fyrri helmingnum verða lögð fram stutt verkefni þar sem áhersla er lögð á karaktersköpun, mynduppbyggingu, textaskilning og aðferð. Í seinni hlutanum munu nemendur vinna myndlýsingu við texta að eigin vali en það gæti til dæmis verið sena úr uppáhaldsbók, eplakökuuppskrift ömmu, ljóðið sem var falið í gamalli stílabók eða betrumbætt útfærsla á Ikealeiðbeiningum.

Námskeiðið er 6 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Blýantar í mýktum H2, HB, 2B, 4B og 6B auk strokleðurs og hnoðleðurs.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Mir 16 03 21 108

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0114 14. janúar, 2025 – 18. febrúar, 2025 Þriðjudagur 14. janúar, 2025 18. febrúar, 2025 Þriðjudagur 17:45-21:00 Hlíf Una Bárudóttir 67.500 kr.