Útrás fyrir handóða: Teikning

Á námskeiðinu Útrás fyrir handóða: Teikning mun kennari setja fyrir verkefni í teikningu sem þátttakendur geta vaðið í án þess að þurfa að setja sig í sérstakar stellingar áður. Þátttakendur munu komast í kynni við ólík efni og áhöld við teikningu og kennari miðla aðferðum úr eigin listsköpun. Námskeiðið er ætlað bæði byrjendum og lengra komnum.

Námskeiðið fer fram dagana 12.05. og 13.05. kl. 17:45-21:00. Kennari: Helga Páley Friðþjófsdóttir. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.

Efniskaup: Allt sem þarf til þátttöku á námskeiðinu er innifalið í námskeiðisgjaldi. Nemendur eru þó hvattir til að koma með það efni og áhöld sem þeir eru vanir að nota við teikningu, ef það á við.
Hámarksfjöldi nemenda: 10
MIR Evening Class 49 1

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0512 12. maí, 2025 – 13. maí, 2025 12. maí, 2025 13. maí, 2025 17:45-21:00 Helga Páley Friðþjófsdóttir 37.000 kr.