Á námskeiðinu Útrás fyrir handóða: Teikning mun kennari setja fyrir verkefni í teikningu sem þátttakendur geta vaðið í án þess að þurfa að setja sig í sérstakar stellingar áður. Þátttakendur munu komast í kynni við ólík efni og áhöld við teikningu og kennari miðla aðferðum úr eigin listsköpun. Námskeiðið er ætlað bæði byrjendum og lengra komnum.
Námskeiðið fer fram dagana 12.05. og 13.05. kl. 17:45-21:00. Kennari: Helga Páley Friðþjófsdóttir. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.