Útrás fyrir handóða: Risoprent

Á námskeiðinu munu þátttakendur prófa sig áfram með svokallað rísó-prent. Sú prenttækni er á milli þess að vera hliðræn og stafræn. Með ljósritun er myndefni flutt yfir á stensil sem síðan vefst utan um prenttromlu sem liturinn þrýstist í gegnum. Þetta ferli fer fram inni í eiginlegum rísóprentara, sem líkist einna helst gamalli ljósritunarvél.


Þessi prenttækni hefur verið vinsæl meðal hönnuða og myndlistarmanna síðastliðin ár en hún á uppruna sinn á áttunda áratug síðustu aldar. Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að kanna ólíka mögulega þessarar prenttækni með aðstoð leiðbeinanda.

Starfandi hönnuðir og myndlistarmenn eru sérstaklega hvattir til að sækja námskeiðið, sem þó er opið öllum, bæði byrjendum og lengra komnum.

Námskeiðið er kennt er á

  • 10.03. mánudegi kl. 17:45-21:00
  • 11.03. þriðjudegi kl. 17:45-21:00

Námslok miðast við 80% mætingu. ATH. Kennslan fer fram á ensku.

Efniskaup: Allt efnis sem þarf til þátttöku á námskeiðinu er innifalið í námskeiðisgjaldi: fimm masterar/stenslar, prentlitur innan hóflegra marka og ólíkar tegundir af vönduðum pappír. Vilji þátttakendur gera umfangsmeiri prentverk gefst þeim kostur á að greiða aukalega fyrir það umframefni sem þeir þurfa.
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Screenshot 2021 02 25 at 14 opt

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0310 10. mars, 2025 – 11. mars, 2025 10. mars, 2025 11. mars, 2025 19:45-21:00 Samuel Rees 37.000 kr.