Módelteikning: Aflagalína

Á námskeiðinu Módelteikning: Aflagalína verður teiknað eftir módeli á fjölbreyttan og frjálslegan hátt. Námskeiðið nýtist best þeim sem hafa teiknað módel áður. Teiknað verður með kolablýöntum, tússi, bleki og öðrum áhöldum. Leiðbeinandi gefur hópnum í heild ákveðin fyrirmæli áður en hafist er handa við að teikna hverju sinni og opnar um leið á ný kynni við bæði mannslíkamann og teikninguna.

Sem fyrr segir, er námskeiðið sérstaklega ætlað þeim sem hafa teiknað módel áður og búa yfir grunnþekkingu í teikningu.

Styttra námskeið, þrjú skipti alls:

  • 19.02. miðvikudagur, kl. 17:45-21:00
  • 20.02. fimmtudagur, kl. 17:45-21:00
  • 21.02. föstudagur, kl. 17:45-21:00

Kennari: Kristín Gunnlaugsdóttir. Námslok miðast við 80% mætingu. ATH. Kennslan fer fram á íslensku.

Efniskaup: Blýantar í mýktum HB, 2B, 4B og 6B.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
IMG 9854

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0219 19. febrúar, 2025 – 21. febrúar, 2025 19. febrúar, 2025 21. febrúar, 2025 17:45-21:00 Kristín Gunnlaugsdóttir 52.000 kr.