Módelteikning

Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á grunnþætti módelteikningar: hlutföll, línu og form; sem og tengingu þessara grunnþátta við efni og tækni. Nemendur þjálfast í notkun á blýanti, kolum, bleki og fleiru. Sýnd verða dæmi úr listasögunni og úr myndskreyttum bókum.

Módeli verður stillt upp í mislangan tíma en það ræðst aðallega af efnisnotkun hverju sinni. Bæði verða teiknaðar lengri stöður og hraðskissur. Glímt er við hreyfingu í sumum verkefnum og birta og skuggi verða síðan í forgrunni teikningarinnar í öðrum verkefnum.

Kennslan er persónubundin og tekur mið af hæfni og þörfum hvers nemenda.

2 námskeið í boði og er hvert 6 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Blýantar í mýktum 2H, HB, 2B, 4B og 6B og hnoðleður og strokleður.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
MIR Evening Class 32

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0108 8. janúar, 2025 – 12. febrúar, 2025 Miðvikudagur 8. janúar, 2025 12. febrúar, 2025 Miðvikudagur 17:45-21:00 Halldór Baldursson 74.000 kr.
N0305 5. mars, 2025 – 9. apríl, 2025 Miðvikudagur 5. mars, 2025 9. apríl, 2025 Miðvikudagur 17:45-21:00 Halldór Baldursson 74.000 kr.