Vatnslitun: Kyrralíf

Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem hafa einhver kynni af vatnslit og hafa sótt grunnnámskeið í teikningu, svo sem námskeiðið Grunnþættir teikningar og/eða Teikning: Kyrralíf. Unnið verður með litasamsetningu og myndbyggingu. Ævintýralegir hlutir sem hafa fylgt skólanum í áratugi verða grandskoðaðir og yfirfærðir á pappír með vatnslit og nemendur þannig þjálfaðir upp í þeirri færni sem þeir þurfa að búa yfir til að geta fangað uppstillingu á pappír.

Efniskaup: Nemendur fá vatnslitapappír í fyrstu tveimur tímum námskeiðsins en þeim er síðan gert að kaupa pappír í samráði við kennara. Nemendur koma með eigin liti og er mikilvægt að þeir séu frá viðurkenndum merkjum en hægt er að ráðfæra sig við kennara í fyrsta tíma.

Mjög gott er að eiga marðarhárspensil nr. 8-14, Kolinski Sable þar sem þeir halda miklu vatni/lit í sér. Annars má nota vatnslitapensla úr gerfiefnum sem kosta ekki jafn mikið. Ráðlagt er að eiga allavega tvo pensla (nr. 6 og nr. 12) og passa að þeir endi í oddi en ekki flatir. Fleiri penslastærðir er gott að hafa en ekki nauðsynlegt.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Páskafrí:

Þriðjudaginn 15. apríl

MIR Evening Class 59 1

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
2N0318 18. mars, 2025 – 29. apríl, 2025 Þriðjudagur 18. mars, 2025 29. apríl, 2025 Þriðjudagur 17:45-21:00 Anna Rún Tryggvadóttir 67.500 kr.