Grunnþættir málunar

Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöðuatriði málunar með olíulitum. Nemendur verða kynntir fyrir ólíkum þáttum málunar, svo sem litafræði og myndbyggingu; landslagsmálverki, portrettmyndum, kyrralífi og abstrakt. Þeim verður kennt að meðhöndla íblöndunarefni, olíuliti og pensla. Auk þess verklega verða kynningar með dæmum úr listasögunni.

Þó svo að um grunnnámskeið í olíumálun sé að ræða getur námskeiðið sannarlega gagnast lengra komnum. Þau verkefni sem lögð verða fyrir eru opin í annan endann og kennslan einstaklingsmiðuð.

Námskeiðið er 12 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Nemendur skulu koma með það efni sem þeir eiga ef við á en frekari efniskaup verða gerð í samráði við kennara. Málunarpappír og íblöndunarefni eru innifalin í námskeiðisgjaldi.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 52
Einingar: 2
Ekki verður kennt í vetraleyfinu:

24.02. mánudaginn

MIR Evening Class 46

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0113 13. janúar, 2025 – 7. apríl, 2025 Mánudagur 13. janúar, 2025 7. apríl, 2025 Mánudagur 17:45-21:00 Kristinn G. Harðarson 123.000 kr.