Leirmótun og skúlptúr

Markmið námskeiðsins Leirmótun og skúlptúr er að nemendur kynnist möguleikum leirs sem skúlptúrefnis. Unnið verður með margvísleg form, bæði geómetrísk og lífræn, og formskyn nemandans þannig þjálfað. Samsetning og samspil margvíslegra hluta verður skoðað með tilliti til formgerðar. Listamenn sem hafa lagt áherslu á vinnu með leir og keramik verða kynntir fyrir nemendum.

Þær aðferðir sem notaðar eru til handmótunar eru að mestu þær sömu í dag og þær voru fyrir þúsundum ára: fingraaðferð, slönguaðferð, plötuaðferð og rennsla. Nemendur námskeiðsins munu læra þessar ólíku aðferðir við vinnslu keramiks og munu samhliða því kynnast ólíkum eiginleikum efnisins. Jafnframt verða þeim kenndar fjölbreyttar leiðir til meðhöndlunar á yfirborði leirsins.

Efniskaup: Allt leirefni innifalið í námskeiðisgjaldi. Áhöld verða til láns á staðnum.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 52
Einingar: 2
Pexels cottonbro studio 6693564

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0130 30. janúar, 2025 – 8. maí, 2025 Fimmtudagur 30. janúar, 2025 8. maí, 2025 Fimmtudagur 17:45-21:00 Anna Wallenius 123.000 kr.