Leirrennsla: Framhald

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa náð góðum tökum á leirrennslu en vilja bæta færni sína og öðlast frekari skilning á ferlinu. Kennari leggur einstaklingsmiðuð verkefni fyrir nemendur í hverjum tíma. Mælst er til þess að nemendur notist við skissubók.

Hópurinn fylgist að yfir námskeiðistímann og kynnist heildstæðu ferli, allt frá rennslu til brennslu, meðhöndlun glerunga og endurnýtingu á leir. Unnið verður með margvísleg form og formskyn nemenda þannig þjálfað. Lagt er upp úr því að nemendur fái tilfinningu fyrir leir sem efnivið og finni fyrir aukinni hæfni í leirrennslu eftir að námskeiði lýkur.

12 vikna námskeið. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Allt leirefni er innifalið í námskeiðisgjaldi. Verkfæri verða til láns á staðnum en nemendum er jafnframt frjálst að koma með eigin verkfæri.
Hámarksfjöldi nemenda: 11
Kennslustundir: 35
Einingar: 1
Img 0092

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0122 22. janúar, 2025 – 9. apríl, 2025 Miðvikudagur 22. janúar, 2025 9. apríl, 2025 Miðvikudagur 17:45-21:00 Þuríður Ósk Smáradóttir 126.000 kr.