Arkitektúr og hönnun

Á námskeiðinu eru tvívíð og þrívíð verkefni unnin frá hugmynd til útfærslu. Nemendur kynnast ýmsum aðferðum við myndbyggingu og velta fyrir sér stærð og hlutföllum, endurtekningu, takti og mynstri. Nemendur gera tilraunir í tilbúnu rými (líkani) og skoða bæði geómetrísk og lífræn form og kanna samspil þeirra við aðra þætti. Hönnunarsagan verður skoðuð í tengslum við verkefnin og kannað verður hvernig unnið er með rými í samtímamyndlist, hönnun og arkitektúr. Námskeiðið hentar t.d. vel þeim sem hyggja á nám í hönnun eða arkitektúr.

Námskeiðið er 12 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Blýantar í mýktum 2H, HB, 2B, 4B og 6B auk strokleðurs og hnoðleðurs.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 52
Einingar: 2
Ekki verður kennt í vetraleyfinu:

þriðjudaginn 25. febrúar

MIR Evening Class 39

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0114 14. janúar, 2025 – 8. apríl, 2025 Þriðjudagur 14. janúar, 2025 8. apríl, 2025 Þriðjudagur 17:45-21:00 Bjarki Gunnar Halldórsson og Karitas Möller 123.000 kr.