Bókverkagerð

Bókverkaformið verður kynnt fyrir nemendum og farið í undirstöðuatriði bókagerðar, svo sem umbrot og bókband. Kennslan fer meðal annars fram inni á grafíkverkstæði skólans og munu nemendur geta nýtt sér grafíkpressur og risoprentara til að vinna að eigin bókverki undir handleiðslu kennara. Námskeiðið er unnið í samstarfi við Bókumbók en kennararnir eru meðal rekstraraðila nýrrar bókverkabúðar undir því heiti.

Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Allt efni sem þarf til þátttöku á námskeiðinu er innifalið í námskeiðisgjaldi.
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Einingar: 1
Ekki verður kennt í páskafríinu:

Þriðjudagurinn 15. apríl

MYNDL RVK 22 NAMSKEID 02647 1

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0318 18. mars, 2025 – 6. maí, 2025 Þriðjudagur 18. mars, 2025 6. maí, 2025 Þriðjudagur 17:45-21:00 Guðrún Benónýsdóttir og Kristín Karólína Helgadóttir 67.500 kr.