Bókverkaformið verður kynnt fyrir nemendum og farið í undirstöðuatriði bókagerðar, svo sem umbrot og bókband. Kennslan fer meðal annars fram inni á grafíkverkstæði skólans og munu nemendur geta nýtt sér grafíkpressur og risoprentara til að vinna að eigin bókverki undir handleiðslu kennara. Námskeiðið er unnið í samstarfi við Bókumbók en kennararnir eru meðal rekstraraðila nýrrar bókverkabúðar undir því heiti.
Námslok miðast við 80% mætingu.