Náttúruleg litun á textíl

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig hægt sé að nýta nærumhverfið í náttúrulega textíllitun. Nemendum verður kennt að setja upp náttúrulegt indigo-litunarbað svokallað. Sérstaklega verður farið yfir litun á ólíkum náttúrulegum efnum: bómull, hör, íslenskri ull og silki. Kennt verður hvernig vænlegast sé að meðhöndla efnin og undirbúa þau til náttúrulegrar litunar með jurtum og plöntum, sem kennari verður búinn að tína og þurrka fyrir námskeiðið sökum árstíma.

Kennari: Sigmundur Páll Freysteinsson. 3ggja vikna námskeið á tímabilinu 05.11.24.-21.11.24. Kennt verður tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 17:45-21:00. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.

Efniskaup: Allt sem þarf til þátttöku á námskeiðinu er innifalið í námskeiðisgjaldi.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Fyrirkomulag:

Kennt verður tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum.

IMG 4618 1 1

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N1105 5. nóvember, 2024 – 21. nóvember, 2024 5. nóvember, 2024 21. nóvember, 2024 17:45-21:00 Sigmundur Páll Freysteinsson 67.500