Myndlýsingar

Námskeiðið miðar að því að nemendur styrkist í færni sinni og sjái möguleika í myndlýsingu ólíkra texta. Í fyrri helmingnum verða lögð fram stutt verkefni þar sem áhersla er lögð á karaktersköpun, mynduppbyggingu, textaskilning og aðferð. Í seinni hlutanum munu nemendur vinna myndlýsingu við texta að eigin vali en það gæti til dæmis verið sena úr uppáhaldsbók, eplakökuuppskrift ömmu, ljóðið sem var falið í gamalli stílabók eða betrumbætt útfærsla á Ikealeiðbeiningum.

Kennari: Hlíf Una Bárudóttir. 6 vikna námskeið á tímabilinu 04.11.24.-09.12.24. Kennt verður á mánudagskvöldum kl. 17:45-21:00. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.

Efniskaup: Allt efni innifalið í námskeiðsgaldi.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
22095642 10214550606385544 1241340830 O

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N1104 4. nóvember, 2024 – 9. desember, 2024 Mánudagur 4. nóvember, 2024 9. desember, 2024 Mánudagur 17:45-21:00 Hlíf Una Bárudóttir 62.000 kr.