Teikning: Kyrralíf

Á námskeiðinu er lögð áhersla á mælingar og hlutföll, stefnur og staðsetningu hluta í rýminu. Teiknuð eru náttúruform og fjölbreytt form hluta. Með fríhendisteikningu er viðfangsefnið mótað með blæbrigðaríkri skyggingu og efnisáferð. Fjallað er um myndbyggingu og margvíslega birtingu teikningarinnar í gegnum listasöguna.

Athugið að námskeiðið er framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa lokið Grunnþáttum teikningar eða sambærilegu grunnnámskeiði í teikningu.

Kennari: Halldór Baldursson. 6 vikna námskeið á tímabilinu 29.10.24.-03.12.24. Kennt verður á þriðjudagskvöldum kl. 17:45-21:00. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.

Efniskaup: Blýantar (2H, HB, 2B, 4B, 6B), yddari, strokleður og hnoðleður.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
4 H10 T Hora S teikning 2 uppstilling blyantur trelitir 3

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N1029 29. október, 2024 – 3. desember, 2024 Þriðjudagur 29. október, 2024 3. desember, 2024 Þriðjudagur 17:45-21:00 Halldór Baldursson 64.000 kr.