Framköllun í skammdeginu

Átt þú filmu ofan í súffu sem liggur undir skemmdum? Á námskeiðinu Framköllun í skammdeginu munu þátttakendur framkalla svarthvíta filmu, sem þegar hefur verið tekið ljósmyndir á, og stækka þær á pappír. Námskeiðið er sérstaklega ætlað byrjendum og þeim sem telja sig geta haft gott af upprifjun. Markmiðið er að í lok námskeiðsins verði nemendur komnir með ágætis tilfinningu fyrir því ferli sem felst í framköllun ljósmynda.

Áhugasömum býðst að kafa dýpra og sækja framhaldsnámskeið með sama leiðbeinanda í beinu framhaldi af þessu námskeiði.

Kennari: Berglind Erna Tryggvadóttir. 4ra vikna námskeið á tímabilinu 16.10.24.-06.11.24. Kennt verður á miðvikudagskvöldum kl. 17:45-21:00. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.

Efniskaup: Nemendur koma með átekna filmu í fyrsta tíma námskeiðsins. ATH. Filman þarf að vera svarthvít í grunninn. Þess fyrir utan er allt efni sem þarf til þátttöku á námskeiðinu innifalið í námskeiðisgjaldi.
Hámarksfjöldi nemenda: 6
Kennslustundir: 17
IMG 8235

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N1016 16. október, 2024 – 6. nóvember, 2024 Miðvikudagur 16. október, 2024 6. nóvember, 2024 Miðvikudagur 17:45-21:00 Berglind Erna Tryggvadóttir 57.000 kr.