Átt þú filmu ofan í súffu sem liggur undir skemmdum? Á námskeiðinu Framköllun í skammdeginu munu þátttakendur framkalla svarthvíta filmu, sem þegar hefur verið tekið ljósmyndir á, og stækka þær á pappír. Námskeiðið er sérstaklega ætlað byrjendum og þeim sem telja sig geta haft gott af upprifjun. Markmiðið er að í lok námskeiðsins verði nemendur komnir með ágætis tilfinningu fyrir því ferli sem felst í framköllun ljósmynda.
Áhugasömum býðst að kafa dýpra og sækja framhaldsnámskeið með sama leiðbeinanda í beinu framhaldi af þessu námskeiði.
Kennari: Berglind Erna Tryggvadóttir. 4ra vikna námskeið á tímabilinu 16.10.24.-06.11.24. Kennt verður á miðvikudagskvöldum kl. 17:45-21:00. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.