Jurtalitun: Munsturgerð | Botanical Dyeing: Pattern Making

Um er að ræða stutt og hnitmiðað námskeið þar sem farið verður yfir helstu þætti jurtalitunar á textíl með sérstöku tilliti til munsturgerðar. Farið verður yfir það hvernig jurtir eru sóttar til litunar, undirbúning litunarbaða úr bæði íslenskum og erlendum jurtum, skolun og frágang. Nemendur gera munstur í textíl með þremur ólíkum aðferðum: shibori, jurtaprenti (e. ecoprint) og blómaþrykki (e. flower-pounding). Jurtir sem unnið verður með á námskeiðinu eru meðal annars reyniber, túnfíflar og granatepli, en nemendur geta jafnframt gert tilraunir með sínar eigin jurtir.

Námskeiðið hentar byrjendum vel en nemendur með reynslu af jurtalitun og aðferðunum tveimur til munsturgerðar eru samt sem áður velkomnir að sækja námskeiðið. Það hentar enda vel til að skerpa á kunnáttu nemenda á ofangreindu.

Kennt verður á

  • 01.11. föstudegi kl. 17:45-21:00
  • 02.11. laugardegi kl. 10:15-14:30
  • 04.11. mánudegi kl. 17:45-21:00
  • 06.11. miðvikudegi kl. 17:45-21:00

Kennari: Christalena Hughmanick. Fjögurra daga námskeið á tímabilinu 01.11.24.-06.11.24. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á ensku.

***

The main aspects of dyeing fabrics with natural plant-based colours are highlighted during the four-day course. Lessons include showing students methods to collect herbs for dyeing and preparing dye baths from Icelandic and imported vegetation ‒ from rinsing to finishing. The process also comprises the use of additives in the dyes. Students will prepare the herb baths for the first two classes and dip their fabrics into them. We seek to get the best results by giving ample time for the materials to bathe in the dyes over the weekend. Students also get to learn the dyeing techniques of Shibori and eco print. We plan to use fruits or flowers such as rowan tree berries, dandelions and pomegranates. Students can also bring and experiment with plants of their choice.

Classes are on

  • 01.11. Friday, 17:45-21:00
  • 02.11. Saturday, 10:15-14:30
  • 04.11. Monday, 17:45-21:00
  • 06.11. Wednesday, 17:45-21:00

Instructor: Christalena Hughmanick. Four-day workshop from 01.11.24.-06.11.24. The course is evaluated with a minimum of 80% attendance.

Efniskaup: Allt efni sem þarf til þátttöku á námskeiðinu er innifalið í námskeiðisgjaldi.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Jurtalitun

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N1101 1. nóvember, 2024 – 6. nóvember, 2024 1. nóvember, 2024 6. nóvember, 2024 Christalena Hughmanick 47.000 kr.