InDesign og Photoshop

Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja kynna sér möguleika hönnunar- og myndvinnsluforritanna InDesign og Photoshop. Farið verður yfir helstu möguleika jafnframt því sem nemendur leysa verkefni upp á eigin spýtur með aðstoð kennara. Reikna má með nokkuð jafnri áherslu á bæði forritin, þó ívið meiri á InDesign. Markmiðið er að eftir námskeiðið hafi nemendur fengið nægilega undirstöðuþekkingu til að takast á við tvívíð grafísk hönnunarverkefni s.s. bæklinga, plaköt, bækur ofl. með InDesign og hafi náð tökum á undirstöðuatriðum í myndvinnslu með Photoshop.

Kennari: Magnús Valur Pálsson. 6 vikna námskeið á tímabilinu 31.10.24.-05.12.24. Kennt verður á fimmtudagskvöldum kl. 17:45-21:00. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.

Efniskaup: Nemendur munu hafa aðgang að fullbúnum fartölvum með báðum forritum innanborðs en þeim er jafnframt velkomið að nota eigin fartölvur. Nemendur eru hvattir til að hafa stílabók meðferðis til að geta hripað niður gagnlegum upplýsingum.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
IMG 5488

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N1031 31. október, 2024 – 5. desember, 2024 Fimmtudagur 31. október, 2024 5. desember, 2024 Fimmtudagur 17:45-21:00 Magnús Valur Pálsson 68.000 kr.