Vatnslitun: Tilraunir

Á námskeiðinu verða gerðar fjölbreyttar tilraunir með vatnslit í samvinnu við kennara. Ætlunin er að nálgast vatnslitun úr sem flestum áttum og áhersla lögð á tilraunagleði. Verkefnin verða gjarnan tengd tilteknum straumum og stefnum eða ákveðnum listamönnum. Námskeiðið hentar byrjendum vel en lagt er upp úr því að mæta hverjum og einum nemanda á hans forsendum.

Kennari: Anna Rún Tryggvadóttir. 6 vikna námskeið á tímabilinu 01.11.24.-06.12.24. Kennt verður á föstudagsmorgnum kl. 09:00-12:15. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.

Efniskaup: Nemendur fá vatnslitapappír í fyrstu tveimur tímum námskeiðsins en þeim síðan gert að kaupa pappír í samráði við kennara. Nemendur koma með eigin liti og er mikilvægt að þeir séu frá viðurkenndum merkjum.

Notast er við þessa liti eða aðra sambærilega: Lemon Yellow, Cadmium Yellow, Cadmium Red (eða annar hárauður til dæmis Winsor Red), Alizarin Crimson, Ultramarine blue, Winsor Blue (Green Hue), Permanent Sap Green, Yellow Ochre, Ivory Black. Ef nemendur eiga fleiri liti er gott að hafa þá meðferðis.

Mjög gott er að eiga marðarhárspensil nr. 8-14, Kolinski Sable þar sem þeir halda miklu vatni/lit í sér. Annars má nota vatnslitapensla úr gerfiefnum sem kosta ekki jafn mikið. Ráðlagt er að eiga allavega tvo pensla (nr. 6 og nr. 12) og passa að þeir endi í oddi en ekki flatir. Fleiri penslastærðir er gott að hafa en ekki nauðsynlegt.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
IMG 7806

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N1101 1. nóvember, 2024 – 6. desember, 2024 Föstudagur 1. nóvember, 2024 6. desember, 2024 Föstudagur 09:00-12:00 Anna Rún Tryggvadóttir 57.000 kr.