Á námskeiðinu verða gerðar fjölbreyttar tilraunir með vatnslit í samvinnu við kennara. Ætlunin er að nálgast vatnslitun úr sem flestum áttum og áhersla lögð á tilraunagleði. Verkefnin verða gjarnan tengd tilteknum straumum og stefnum eða ákveðnum listamönnum. Námskeiðið hentar byrjendum vel en lagt er upp úr því að mæta hverjum og einum nemanda á hans forsendum.
Kennari: Anna Rún Tryggvadóttir. 6 vikna námskeið á tímabilinu 01.11.24.-06.12.24. Kennt verður á föstudagsmorgnum kl. 09:00-12:15. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.