Um grunnnámskeið í vatnslitun er að ræða. Unnar verða einfaldar tækniæfingar, gerðar tilraunir með áferðir, gagnsæi og litablöndur, unnið eftir ljósmyndum og málað eftir fyrirmyndum. Um leið og áhersla er lögð á það að framkvæma verður horft inn á við, á athöfnina að mála, og því velt upp hvaða merkingu það hafi að mála hlut eða hugmynd. Námskeiðið er ætlað byrjendum en kennslan er einstaklingsmiðuð og þess vegna hentar námskeiðið ekki síður lengra komnum sem vilja skerpa á grunnatriðum í vatnslitun en byrjendum.
Kennarar: Anna Rún Tryggvadóttir og Rakel McMahon. 8 vikna námskeið á tímabilinu 17.10.24.-12.12.24. Kennt verður á fimmtudagskvöldum kl. 17:45-21:00. ATH. Ekki verður kennt í vetrarleyfinu fimmtudaginn 24. október. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.