Vatnslitun

Um grunnnámskeið í vatnslitun er að ræða. Unnar verða einfaldar tækniæfingar, gerðar tilraunir með áferðir, gagnsæi og litablöndur, unnið eftir ljósmyndum og málað eftir fyrirmyndum. Um leið og áhersla er lögð á það að framkvæma verður horft inn á við, á athöfnina að mála, og því velt upp hvaða merkingu það hafi að mála hlut eða hugmynd. Námskeiðið er ætlað byrjendum en kennslan er einstaklingsmiðuð og þess vegna hentar námskeiðið ekki síður lengra komnum sem vilja skerpa á grunnatriðum í vatnslitun en byrjendum.

Kennarar: Anna Rún Tryggvadóttir og Rakel McMahon. 8 vikna námskeið á tímabilinu 17.10.24.-12.12.24. Kennt verður á fimmtudagskvöldum kl. 17:45-21:00. ATH. Ekki verður kennt í vetrarleyfinu fimmtudaginn 24. október. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.

Frídagar: Vetrarfrí 24.10.-28.10. að báðum dögum meðtöldum.
Efniskaup: Nemendur fá vatnslitapappír í fyrstu tveimur tímum námskeiðsins en þeim síðan gert að kaupa pappír í samráði við kennara. Nemendur koma með eigin liti og er mikilvægt að þeir séu frá viðurkenndum merkjum.

Notast er við þessa liti eða aðra sambærilega: Lemon Yellow, Cadmium Yellow, Cadmium Red (eða annar hárauður til dæmis Winsor Red), Alizarin Crimson, Ultramarine blue, Winsor Blue (Green Hue), Permanent Sap Green, Yellow Ochre, Ivory Black. Ef nemendur eiga fleiri liti er gott að hafa þá meðferðis.

Mjög gott er að eiga marðarhárspensil nr. 8-14, Kolinski Sable þar sem þeir halda miklu vatni/lit í sér. Annars má nota vatnslitapensla úr gerfiefnum sem kosta ekki jafn mikið. Ráðlagt er að eiga allavega tvo pensla (nr. 6 og nr. 12) og passa að þeir endi í oddi en ekki flatir. Fleiri penslastærðir er gott að hafa en ekki nauðsynlegt.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 35
Einingar: 1
MIR Evening Class 59 1

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N1017 17. október, 2024 – 12. desember, 2024 Fimmtudagur 17. október, 2024 12. desember, 2024 Fimmtudagur 17:45-21:00 Anna Rún Tryggvadóttir og Rakel McMahon 74.000 kr.