Leirmótun og skúlptúr *** Hand-building and Sculpting with Clay

Markmið námskeiðsins Leirmótun og skúlptúr er að nemendur kynnist möguleikum leirs sem skúlptúrefnis. Unnið verður með margvísleg form, bæði geómetrísk og lífræn, og formskyn nemandans þannig þjálfað. Samsetning og samspil margvíslegra hluta verður skoðað með tilliti til formgerðar. Listamenn sem hafa lagt áherslu á vinnu með leir og keramik verða kynntir fyrir nemendum.

Þær aðferðir sem notaðar eru til handmótunar eru að mestu þær sömu í dag og þær voru fyrir þúsundum ára: fingraaðferð, slönguaðferð, plötuaðferð og rennsla. Nemendur námskeiðsins munu læra þessar ólíku aðferðir við vinnslu keramiks og munu samhliða því kynnast ólíkum eiginleikum efnisins. Jafnframt verða þeim kenndar fjölbreyttar leiðir til meðhöndlunar á yfirborði leirs.

Kennari: Anna Wallenius. 8 vikna námskeið á tímabilinu 10.10.24.-05.12.24. Kennt verður á fimmtudagskvöldum kl. 17:45-21:00. ATH. Ekki verður kennt í vetrarleyfinu fimmtudaginn 24. október. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á ensku en kennarinn getur líka tjáð sig á íslensku.

***

The goal is to explore the potential of clay as a sculptural material. Students get to actualise their sense of forms with clay by composing and interplaying with geometric and organic shapes. The course will emphasise sculptural works and introduce artists who use clay.

Hand-building with clay is an ancient practice. Craftsmen and artists still use methods originating from thousands of years ago. Today, practitioners continue to pinch, coil, make slabs, and use kick-wheels for clay to shape utility objects and three-dimensional works of art.

The classes will touch on the properties of the material and methods for hand-building with clay. Surface treatments will also be taught to create textures, and students could experiment using other materials to create desired effects.

Course duration: 8 weeks. Course evaluation is based on 80% attendance.
Classes in English.

Frídagar: Vetrarfrí 24.10.-28.10. að báðum dögum meðtöldum.
Efniskaup: Allt leirefni innifalið í námskeiðisgjaldi. Áhöld verða til láns á staðnum.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 35
Einingar: 1
Fyrirkomulag:

Kennslan fer fram á ensku en kennarinn getur líka tjáð sig á íslensku.

Pexels cottonbro studio 6693564

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N1010 10. október, 2024 – 5. desember, 2024 Fimmtudagur 10. október, 2024 5. desember, 2024 Fimmtudagur 17:45-21:00 Anna Wallenius 78.000 kr.