Á námskeiðinu eru kenndar grunnaðferðir í gifsmótagerð. Markmiðið er að efla þekkingu nemenda á mótagerð úr gifsi og hvernig hægt sé að meðhöndla og blanda gifs og nota í leirkeragerð. Nemendur hanna muni úr leir og steypa síðan mót eftir þeim úr gifsi. Þeir læra að blanda gifs og gera einfalt og/eða samsett gifsmót; hella postulínsmassa í gifsmótin og steypa muni sem eru síðan forbrennir, glerjaðir og gljábrenndir.
Námskeiðið er ætlað byrjendum og einnig þeim sem hafa haft kynni af gifsmótagerð en vilja auka við þekkingu sína og færni.
Kennari: Guðbjörg Björnsdóttir. 8 vikna námskeið á tímabilinu 10.10.24.-05.12.24. Kennt verður á fimmtudagskvöldum kl. 17:45-21:00. ATH. Ekki verður kennt í vetrarleyfinu fimmtudaginn 24. október. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.