Gifsmótagerð: Frá hugmynd að lokaafurð

Nemendur læra um postulín og framleiðsluferli þess og fá tækifæri til að búa til sína eigin vöru, frá upphafi til enda. Þeir fá kennslu í gerð tækniteikninga áður en þeir móta vöru í leir sem síðar er steypt í mót. Nemendur læra sem sagt að búa til gifsmót sem þeir nota síðar í ferlinu til að steypa postulín. Að lokum eru afsteypurnar slípaðar þannig að frágangur sé eins og best verður ákosið. Þegar námskeiði lýkur á nemandinn að hafa gert eigin vöru í upplagi.

Markmiðið er að nemandinn kynnist þeirri aðferð leirlistar sem gifstmótagerð er. Námskeiðið er ætlað bæði byrjendum og þeim sem hafa haft kynni af mótagerð en vilja auka við þekkingu sína og færni.

Kennari: Guðbjörg Björnsdóttir. 8 vikna vinnustofa á tímabilinu 10.10.24.-05.12.24. Kennt verður á fimmtudagskvöldum kl. 17:45-21:00. ATH. Ekki verður kennt í vetrarleyfinu fimmtudaginn 24. október. Námslok miðast við 80% mætingu. Kennslan fer fram á íslensku.

Frídagar: Vetrarfrí 24.10.-28.10. að báðum dögum meðtöldum.
Efniskaup: Allt gifs- og leirefni innifalið í námskeiðisgjaldi.
Hámarksfjöldi nemenda: 8
Kennslustundir: 35
Einingar: 1
Img 0128

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N1010 10. október, 2024 – 5. desember, 2024 Fimmtudagur 10. október, 2024 5. desember, 2024 Fimmtudagur 17:45-21:00 Guðbjörg Björnsdóttir 92.000 kr.