Styrkumsóknir og skyldur hausverkur

Á námskeiðinu verður þátttakendum leiðbeint í gerð styrkumsókna á sviði hönnunar og lista. Hvað þarf helst að hafa í huga við umsóknarferlið almennt og hvað skilur umsókn til vinnustofudvalar frá svari við kalli eftir sýningartillögum sem dæmi. Farið verður yfir allt það helsta: ferilmöppur/heimasíður, ferilskrár (CV), kostnaðaráætlanir, yfirlýsingar listamanna og verkefnalýsingar. Sérstaklega verður umsóknarferlið til listamannalauna tekið til skoðunar.

Námskeiðið er ætlað sjálfstætt starfandi hönnuðum og listamönnum sem hefði gagn af því að fá kennslu og stuðning við gerð ólíkra styrkumsóknar.

Kennsla fer fram yfir tveggja vikna tímabil 20.-29. ágúst. Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:45-21:00 í fjögur skipti alls. Námslok miðast við 80% mætingu. ATH. Kennslan fer fram á ensku.

Efniskaup: Í skólanum eru tölvur til afnota en ef vill, má koma með eigin tölvu á námskeiðið. Annað er innifalið í námskeiðisgjaldi.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Styrkumsokn

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0820 20. ágúst, 2024 – 29. ágúst, 2024 20. ágúst, 2024 29. ágúst, 2024 17:45-21:00 Annabelle von Girsewald 42.500 kr.