Hvarfið í samtímamyndlist

„Hugmyndirnar um hvarf eða upplausn grundvallarþátta í listkerfi nútímans, svo sem listhlutarins sjálfs, skírskotunar hans til ytri veruleika og upprunaleikans, urðu að sjálfstæðu viðfangsefni listanna[,]“ (406-407) skrifar Þröstur Helgason í myndlistarþætti nýjasta tölublaðs Skírnis. Staðhæfingin á heima í grein um Birgi Andrésson (1955-2007) og er samnefnd verki eftir hann, Eins langt og augað eygir: Nokkur orð um Birgi Andrésson, Marcel Duchamp, blindu mannsins og fagurfræði hvarfsins.

Á námskeiðinu Hvarfið í samtímamyndlist verður fagurfræði hvarfsins kynnt fyrir þátttakendum í formi fyrirlestra og efnt til samræðna um viðfangsefnið. Jafnframt verður tekist á við það með beinum hætti, þar sem nemendur munu inna af hendi verkefni í tengslum við fagurfræði hvarfsins: hnoða, leira og lita.

Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem leggja stund á myndlist, ýmist þeim sem eru í dagskóla í listum, listfræði eða tengdum fögum (á framhaldsskóla- eða háskólastigi) eða þeim sem eru starfandi innan greinarinnar, svo sem sjálfstætt starfandi listamönnum, listamönum í hjáverkum eða starfsmönnum listasafna.

Kennarar: Hlökk Þrastardóttir og Þröstur Helgason. Kennsla fer fram yfir tveggja vikna tímabil: 13.08.-22.08. Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:45-21:00, í fjögur skipti alls. Námslok miðast við 80% mætingu. Verð: 47.500 kr.

Efniskaup: Allt efni sem þarf til þátttöku á námskeiðinu er innifalið í námskeiðisgjöldum. Nemendur eru hvattir til að hafa með sér skissubækur og teikniáhöld sem þeir eru vanir að nota, ef við á.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Black

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0813 13. ágúst, 2024 – 22. ágúst, 2024 13. ágúst, 2024 22. ágúst, 2024 17:45-21:00 Þröstur Helgason og Hlökk Þrastardóttir 47.500 kr.